Bílageymsla
Fjöldi einkastæða fylgja íbúðum – engin leigustæði
Undir húsunum er tvöfaldur bílakjallari með fjölda einkabílastæða. Er kjallarinn búinn rafstýrðri hurð með bílnúmerastýringu, öryggismyndavélum og hreyfiskynjurum. Aðgangsstýring tryggir að aðeins viðurkenndir notendur komist að.
Gengið verður frá dreifingu fyrir rafhleðslustöðvar við öll bílastæði og því hægt með fljótum hætti að setja upp rafhleðslustöðvar við öll einkastæði.
Aðkeyrsla er frá tveimur stöðum í bílakjallarann annarsvegar frá Laugavegi og hinsvegar frá Nóatúni.





















